Hugmyndasöfnun og samráð um stefnur - Íbúar ses
16406
page-template-default,page,page-id-16406,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-theme-ver-11.2,qode-theme-bridge,wpb-js-composer js-comp-ver-6.8.0,vc_responsive

Hugmyndasöfnun og samráð um stefnur

Hugmyndasöfnun og samráð um stefnur

Sýnishorn af verkefnum víðsvegar um Evrópu.

Af hverju?

Your Priorities vefappið valdeflir hópa af öllum stærðum til að tala með einni rödd og skipuleggja sig í kringum hugmyndir. Appið getur verið notað til að byggja upp traust á milli borgara og stjórnvalda og til að bæta ákvarðanatöku með samráði eða samstarfi við borgarana.

Vefappið er auðvelt og skemmtilegt í notkun á sama tíma og það er í þýðingarmiklu samhengi. Appið nýtist vel litlum verkefnum sem stórum og virkar vel fyrir tölvur, spaldtölvur og snjallsíma. 

 

Yfir ein milljón hafa heimsótt samráðsverkefni unnin með Your Priorities síðan 2008, en samráðsverkefni hafa verið í Eistlandi, Ástralíu, Noregi, Skotlandi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Rúmeníu, Slóveníu, Ungverjalandi, Króatíu, Íslandi og víðar.

Hvernig það virkar

Borgarar setja fram hugmyndir sem þeir bæta rökum við, með og á móti, sem býr til málefnalega rökræðu. Hugmyndirnar og rökin eru síðan kosin upp eða niður af borgurum og vinsælustu hugmyndirnar og rökin eru öllum sýnileg. 

 

Viðmótið hvetur til rökræðu með rökum með og á móti dálkunum. Þetta gerir það erfiðara um vik að draga umræðu í ómálefnaleg rifrildi og verður umræðan þess í stað málefnalegri. Þá sjást bæði rök með hugmynd og á móti hugmynd jafn vel sem stuðlar frekar að samkomulagi.

 

Afurðir þessara verkefna felast í bestu hugmyndum og lausnum þátttakenda, sem byggja upp aukna þekkingu og samfélagslegasátt. 

Prófaðu

Þú getur byrjað að nota Your Prioriites fyrir þitt verkefni núna. Það er ókeypis fyrir lítil samtök og hægt að kaupa í þjónustu fyrir stjórnvöld og stærri samtök.

 

Heimsæktu Your Priorities og prófaðu það hér.

 

View a short guide on how to setup your own community on Your Priorities.