Hverfið mitt - Íbúar ses
164
portfolio_page-template-default,single,single-portfolio_page,postid-164,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-theme-ver-11.2,qode-theme-bridge,wpb-js-composer js-comp-ver-6.8.0,vc_responsive

Hverfið mitt

 

Hverfið mitt

 

Hverfið mitt (sem áður hét Betri hverfi) er árleg samráðsfjárlagagerð í Reykjavík sem hefur verið framkvæmd síðan 2011.

450m ISK er varið af borgurum, í gegnum hverfakosningar, til að framkvæmda þær hugmyndir sem koma frá borgurum um hvernig hægt sé að breyta og bæta hin mismunandi hverfi borgarinnar. 608 hugmyndir hafa verið samþykktar (2012-2017) þar sem þúsundir borgara hafa haft raunveruleg áhrif á þeirra nærumhverfi fyrir tilstilli verkefnisins.

Öll hverfi borgarinnar hafa sjáanlega verið bætt í gegnum verkefnið þar sem Your Priorities lýðræðistólið er notað til að safna hugmyndum og rökræða, og loks er kosið um þær með Open Active Voting, í ferli samráðsfjárlagagerðar.

Hverfið mitt er flaggskip samráðsfjárlagagerðar (e. participatory budgeting) ekki einungis á Íslandi heldur um heim allan. Verkefnið hefur verið framkvæmt árlega síðan 2011 og hefur verið skrifað um það í mörgum erlendum fjölmiðlum og því veitt mikil alþjóðleg athygli og hefur það til að mynda unnið til verðlaunanna Nordic Best Practice Challenge 2015.

 

Kosningaferlið

 

  • Íbúar skrifa hugbúnaðinn – Reykjavíkurborg heldur kosningarnar – Þjóðskrá auðkennir notendur
  • Íbúar setja fram hugmyndir til að bæta hverfi borgarinnar, en hver sem er getur sett fram hugmund. Hugmyndasöfnunin tekur einn mánuð. Í þessum fasa er auðkenning auðveldari, en hún er möguleg bæði í gegnum Facebook eða með tölvupósti og lykilorði. Þetta eykur þátttöku í fyrsta fasanum.
  • Borgin kostnaðarmetur svo verkefnin og framkvæmanleika þeirra. Á þessu stigi er gagnsæi lykilatriði.
  • Íbúar kjósa svo um hugmyndir í rafrænni kosningu, sem er örugg og bindandi. Hver íbúi hefur eitt atkvæði, en í þessum fasa er strangari kröfur til auðkenningar. Innri endurskoðun borgarinnar hefur eftirlit með kosningunum og utanaðkomandi sérfræðingar framkvæma öryggisskoðun ár hvert, fyrir og eftir kosningar.
  • Þegar auðkenningu er lokið, velur kjósandi það hverfi sem viðkomandi vill kjósa innan, og loks þau verkefni sem kjósandinn vill velja. Aldurstakmark til að taka þátt er 16 ára.
  • Þegar verkefni er valið sér kjósandinn hvernig upphæðin deilist og þá hvernig fjárlögin virka í reynd. Þegar verkefni er valið sést hvaða verkefni er ekki lengur hægt að velja fyrir þá upphæð sem eftir er, og eru þau sem ekki er hægt að velja merkt með gráum lit. Flestir kjósendur nýta eins mikið af þeirri upphæð sem þeir geta útdeilt og mögulegt er.
  • Hægt er að kjósa eins oft og mann langar, en síðasta kosning hvers kjósanda stendur.

 

Tenglar á greinar

The world watches Reykjavík’s digital democracy experiment – Financial Times

Referendums get a bad press – but to fix Britain, we need more of them – The Guardian

Reykjavík’s radical mayor blazes a trail for the revolution in digital democracy – The Guardian

Digital democracy: lessons from Brazil, Iceland and Spain – The Guardian

Iceland’s pots and pans revolution – The Independent

Hacking Democracy – Forbes

 

Sjá síðu.

Visit Project

Date
Category
Active Citizen, Open Active Voting, Participatory Budgeting, Your Priorities