Rahvakogu – Þjóðfundur í Eistlandi - Íbúar ses
62
portfolio_page-template-default,single,single-portfolio_page,postid-62,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-theme-ver-11.2,qode-theme-bridge,wpb-js-composer js-comp-ver-6.8.0,vc_responsive

Rahvakogu – Þjóðfundur í Eistlandi

Rahvakogu – Þjóðfundur í Eistlandi

 

 

Stjórnmálakrísa geisaði í Eistlandi 2012 í kjölfar skandala, en þáverandi forseti Toomas Henrik Ilves hvatti grasrótarsamtök til að færa fram hugmyndir um hvernig hægt væri að standa að lýðræðisumbótum. Ákveðið var að fara í hópsöfnun hugmynda með því að nota Your Priorities.

Settur var á laggirnar vettvangurinn People’s Assembly (Rahvakogu) til að safna saman hugmyndum og tillögum að umbótum á kosningalögum Eistlands, lögum um stjórnmálaflokka og önnur lög er varða framtíð lýðræðis í Eistlandi.

  • Fleiri en 60.000 manns heimsóttu Rahvakogu og 3.000 manns tóku þátt í ferli er varði í 14 vikur
  • 2000 hugmyndir voru settar fram á aðeins 3 vikum í janúar 2013
  • Hugmyndum var forgangsraðað af borgurum og efstu 15 hugmyndirnar var skilað til eistneska þingsins
  • 7 hugmyndir voru framkvæmdar og urðu að lagasetningu, þar af 3 án breytinga og 4 sem voru aðlagaðar eða bætt inn í fyrirliggjandi lög
  • Ein af þessum 7 lagabreytingum, er varðar undirskriftafjölda borgara til að koma málum á dagskrá þingsins, leiddi til nýrra laga 

Afleiðingin af þessu verkefni var að 7 af 15 tillögum úr þessu samráði urðu partur af lagasetningu í Eistlandi. Þegar tillögurnar voru afhentar til þingsins, flutti forsetinn Toomas Hendrik Ilves áhugaverða ræðu þar sem hann reifaði þær áskoranir sem blöstu við fulltrúalýðræði og samráðslýðræði. Hann sagði:

,,Skilvirkt fulltrúalýðræði virkar best þegar gagnrýni og tillögum fólks er gefinn gaumur á milli kosninga og þegar borgarar raunverulega sjá að þingmenn eru þeirra fulltrúar en ekki fulltrúar stjórnmálaflokka sem annað hvort heyra til ríkisstjórnar eða stjórnarandstöðu.”

,,Almenningur samanstendur af einstaklingum. Fólkið okkar, fólkið sem Eistland hvílir á, er klárt og fjölbreytt. Aðeins með samræðu er hægt að greina hvaða skoðanir eru útbreiddar og hvar við erum ósammála. Enginn hugsar og upplifir fyrir heildina. […] Eistneskt samfélag krefst opinnar umræðu; það vill vera raunverulegur og veigamikill þátttakandi í þessu ferli.”

Frekari upplýsingar um Rahvakogu verkefnið

Visit Project

Date
Category
Policy Crowdsourcing, Your Priorities